fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Eiður Smári: „Fannst þetta svo mikið bull að ég nennti ekki einu sinni að spá í þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 10:00

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Todd Boehly, eigandi Chelsea, varð ekki sá vinsælasti á dögunum þegar hann stakk upp á því að spilaður yrði árlegur Stjörnuleikur í ensku úrvalsdeildinni, líkt og þeim sem þekkist í NBA-körfuknattleiksdeildinni vestanhafs.

Sjálfur er Boehly bandarískur og telur að enski fótboltinn geti horft meira til Bandaríkjanna í leit að innblæstri.

Eiður Smári Guðjohnsen er goðsögn hjá Chelsea eftir að hafa spilað með félaginu á leikmannaferli sínum. Hann tjáði sig um ummæli Boehly í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Todd Boehly, eigandi Chelsea (Mynd/Getty)

„Hversu amerískt getur það verið? Ég held að hann hafi ekki orðið neitt vinsæll eftir þessa hugmynd,“ sagði Eiður.

„Mér fannst þetta svo mikið bull að ég nennti ekki einu sinni að spá í þessu.“

Eiður, sem í dag þjálfar karlalið FH, lék með Chelsea frá 2000 til 2006. Þaðan fór hann svo til Barcelona. Eiður skoraði 78 mörk í 262 leikjum fyrir enska félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fabregas eða Ten Hag?