fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Biden segir að Bandaríkin muni verja Taívan gegn kínverskri árás

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 06:10

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eru reiðubúin til að verja Taívan ef svo fer að Kínverjar ráðist á eyríkið. Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum í gærkvöldi.

Hann sagði að ef brölt Kínverja endi með að þeir ráðast á Taívan þá séu Bandaríkin reiðubúin til að verja Taívan.

Það er svo sem ekki nýtt að Biden segi þetta því hann gaf sama loforð á fréttamannafundi í Tókýó fyrir nokkru. En þrátt fyrir loforð Biden um þetta þá ríkir enn vafi um hvort þetta sé í samræmi við viðurkenningu Bandaríkjanna á að Taívan sé hluti af Kína.

NPR segir að þess utan sé það stefna í bandarískum stjórnmálum að ekki sé rætt opinberlega hvernig Bandaríkin muni bregðast við vopnuðum átökum á milli Kína og Taívan. Anthony Kuhn, fréttamaður NPR í Asíu, sagði að ummæli Biden virðist ganga gegn þeirri stefnu.

Mikil spenna hefur verið í samskiptum Kína og Taívan síðan Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, heimsótti Taívan í byrjun ágúst. Margir litu á heimsókn hennar sem tákn um stuðning Bandaríkjanna við Taívan og Kínverjar brugðust ókvæða við heimsókninni og juku hernaðarumsvif sín í nágrenni Taívan mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“