fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Sýndi íþróttinni of lítin áhuga – Meira fyrir stelpurnar og djammið

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. september 2022 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Royston Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, viðurkennir að hann hafi aldrei verið tilbúinn að spila fyrir félagið en hann var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma.

Drenthe er í dag 35 ára gamall og spilar með Real Murcia en hann var fenginn til Real Madrid frá Feyenoord árið 2007.

Hollendingurinn var samningsbundinn Real til ársins 2012 en náði aldrei að standast væntingar og var ferillinn fljótt farinn niður á við.

Ástæðan er sú að Drenthe sýndi fótboltanum of lítinn áhuga og hafði meiri áhuga á því sem gerðist fyrir utan völlinn.

,,Ég var tvítugur og var á hátindi ferilsins. Það var draumur að labba inn í búningsklefa Real Madrid og ég mun aldrei gleyma því,“ sagði Drenthe.

,,Þú lifir hins vegar lífinu sem fótboltamaður og sem manneskja. Þú getur gert mistök en ég sá ekki ástæðu til að breyta um lífstíl til að byrja með.“

,,Nú átta ég mig á því að ég hafi ekki gert réttan hlut, ég gerði mistök. Ég var ekki tilbúinn að vera atvinnumaður.“

,,Ég hélt að ég væri Guð, ég elskaði konur og að djamma of mikið og þú getur ekki sameinað það með fótboltanum. Ég læri eitthvað nýtt í hvert skipti en það sem gerðist, gerðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“