fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Vildi framlengja við Man Utd en félagið sýndi honum vanvirðingu – ,,Sama hvað tilboðið er, ég skrifa ekki undir“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. september 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom aldrei til greina fyrir Carlos Tevez að skrifa undir framlengingu við Manchester United stuttu áður en hann hélt til grannana í Manchester City.

Frá þessu greinir Rio Ferdinand en hann lék með Tevez í hjá Man Utd þar sem Argentínumaðurinn var frá 2007 til 2009.

Tevez var lengi vel tilbúinn að skrifa undir framlengingu en Man Utd sýndi því lítinn áhuga þar til það var of seint.

Tevez gekk í kjölfarið í raðir Man City árið 2009 og skoraði þar 58 mörk í 113 leikjum fyrir félagið í efstu deild.

,,Tevez vildi skrifa undir framlengingu löngu áður en hann fór,“ sagði Ferdinand.

,,Man Utd ákvað hins vegar að tefja og þeir voru í engu sambandi við hann. ‘Þið sýnduð mér vanvirðingu og sama hvað tilboðið er þá mun ég ekki skrifa undir.’.

,,Ég man að ég ræddi við stjórnarformanninn David Gill sem bað mig um að ræða við hann og hans umboðsmenn og segja honum að félagið vildi halda honum.“

,,Umboðsmaðurinn tjáði mér að peningarnir skiptu engu, hann var á því máli að félagið hafi sýnt sér óvirðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“