fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Íslenskur þjálfari útskýrir hvað er í gangi hjá Trent

433
Laugardaginn 17. september 2022 18:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Bragi Sveinsson leikmaður Fylkis og Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK komu í settið hjá Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum.

Þar fóru yfir leikina í Meistaradeildinni en báðir eru grjótharðir Liverpool stuðningsmenn og var því eðlilega rætt töluvert um sigurinn gegn Ajax. „Ég var ánægður með að vinna leikinn eftir skellinn gegn Napoli,“ sagði Ómar. Ragnar Bragi viðurkenndi að vera nánast veikur Liverpool stuðningsmaður. „Leikurinn gegn Napoli var mjög erfitt kvöld og erfiður dagur daginn eftir. En að fá Jota inn breytti miklu sem og Thiago á miðjuna og Matip í vörnina. Þá er þetta orðið allt annað lið.“

Talið barst eðlilega að Trent Alexander Arnold sem hefur verið mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn það sem af er tímabili.

Ragnar Bragi segir vera nánast í sjokki með hann þessa dagana. „Hann er labbandi um völlinn. Ef ég væri að spila með honum eða að þjálfa hann og horfa á þennan varnarleik þá skil ég þetta ekki. Ég botna ekki í þessu hvernig hann er alltaf röltandi um í vörninni.“

Ómar, sem er þjálfari, var beðinn um að koma með sýna þjálfarasýn á Trent. „Það eru til aðeins of mikið af klippum af honum á þessu tímabili þar sem hann er röltandi um völlinn. Það hjálpar ekki að hann er með Harvey Elliot á miðjunni í staðinn fyrir Henderson í sínu formi síðustu tvö þrjú árin. Ég held að Elliot sé slakasti varnarmaðurinn af þeim leikmönnum sem hafa verið að spila á miðri miðjunni. Hann er þarna hægra meginn. Það hjálpar ekki. Svo er hann með Joe Gomez með sér í vörninni í stað Matip sem hjálpar ekki. Jafnvægið í liðinu er ekki að hjálpa. En það breytir því ekki að klippurnar eru til af honum röltandi um og það skiptir ekki máli hverjir eru með honum í liði þegar maður er röltandi um. En hann fær meira á sig útaf liðsfélögunum í kringum sig.“

Ragnar Bragi segir að Jordan Henderson sé einn besti hjálparmiðjumaður í heimi. „Hann er alltaf mættur í hjálparvörn sem Trent þarf. Hann er kominn mjög hátt á völlinn og þarf hjálp í vörninni því hann er ennþá geggjaður framá við.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Missir af EM

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miðjumaður Liverpool mjög eftirsóttur

Miðjumaður Liverpool mjög eftirsóttur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli
433Sport
Í gær

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“
433Sport
Í gær

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
Hide picture