fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Arnar Þór tjáði sig um soninn sem gæti valið Ísland eða Belgíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. september 2022 16:00

Torg: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var á blaðamannafundi í Laugardal í dag spurður út í son sinn, Viktor Nóa Viðarsson.

Viktor leikur með unglingaliðum Gent en á sex leiki að baki fyrir U-15 ára landslið Belgíu.

Arnar var spurður út í það hvort það kæmi til greina að Viktor spilaði fyrir Íslands hönd í framtíðinni.

„Ég er mjög rólegur yfir þessu öllu saman. Hann er Belgi og mamma hans er Belgi. Hann býr í Belgíu,“ sagði Arnar.

Hann vill ekki hugsa út í þessi mál strax.

„Við skulum leyfa börnunum að vera börn og svo kemur í ljós hvar hver endar.“

„Fyrir mér er mikilvægast að hafa gaman í íþróttum þegar þú ert fimmtán ára. Hvort þeir verði landsliðs- eða atvinnumenn í framtíðinni, það getur ekki verið það mikilvægast í lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning