fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Halldóra: Dóttir mín hringdi í mig skelfingu lostin – „Viðbrögð mín voru skelfileg“

Það sem fer í gegnum huga mér er: „Djöfulsins vesen er á þeim. Hringja út heilt lögreglulið út af einhverju svona.““

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 07:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint um nótt fyrir skömmu vaknaði Halldóra Geirharðsdóttir leikkona við að dóttir hennar hringdi í hana skelfingu lostin. Það hafði eitthvað hræðilegt átt sér stað. Frá þessu greindi hún í Kastljósi. Leigubílsstjóri hafði tekið drukkna vinkonu dóttur hennar upp í bílinn. Hann hafi káfað á henni til að athuga hvort hún væri nógu drukkin til að geta misnotað hana kynferðislega. Þegar hann sá að stúlkan var með of mikilli meðvitund, henti hann henni út og forðaði sér.

„Vinkonan kemur til dóttur minnar, þær hringja á lögregluna, það er tekin skýrsla, allt algjörlega elskulegt og yndislegt, hún kemst til foreldra sinna og það er punkturinn sem dóttir mín hringir í mig. Viðbrögð mín voru skelfileg. Það sem fer í gegnum huga mér er: „Djöfulsins vesen er á þeim. Hringja út heilt lögreglulið út af einhverju svona.““

Halldóra segir að viðbrögð hennar hafi verið úr hennar samtíma, þegar kynferðisbrotamenn og barnaníðingar voru kallaðir „dónakallar. Halldóra segir:

„Já, ég er að bregðast við eins og samfélagið. Það skiptir öllu máli þegar fólk segir manni frá að maður heyri söguna þeirra en spili ekki sína eigin sögu og sinn eigin bakgrunn.Og ég segi bara: Ungar konur í dag. Þið eruð stórkostlegar!“

Hér má sjá magnaða frásögn Halldóru í Kastljósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“