fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Verðlaunamyndin Eismayer á RIFF – Herforingi verður ástfanginn af nýliða í austurríska hernum

Fókus
Þriðjudaginn 13. september 2022 16:01

Skjáskot úr Eismayer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Eismayer, í leikstjórn David Wagner, var valin besta myndin á alþjóðlegu gagnrýnendavikunni síðustu helgi, verðlaun sem veitt eru samhliða kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Myndin verður sýnd í svonefndum Vitranaflokki á RIFF, sem tekur til mynda nýrra og áhugaverðra leikstjóra. Kvikmyndahátíðin RIFF stendur yfir í Háskólabíói við Hagatorg dagana 29. september til 9. október.

Eismayer er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um Eismayer, þann liðþjálfa í austurríska hernum sem er hvað harkalegastur og vekur mestan ótta. Eismayer er samkynhneigður, en það er leyndarmál sem hann hefur varðveitt vel til að draga upp sjálfsmynd af karlmannlegum manni sem er samfélaginu þóknanlegri.

Hann verður ástfanginn af nýliðanum Mario Falak sem er opinberlega samkynhneigður og myndin sýnir okkur þróun sambands þeirra og þau átök sem því fylgir.

Í umsögn dómnefndar, landssambands ítalskra kvikmyndagagnrýnenda, segir um myndina að hún sé áberandi þroskuð og vel gerð fyrir fyrsta höfundaverk og framúrskarandi dæmi um áhrifaríka og hnökralausa frásögn.

Um RIFF

RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Hátíðin hefur skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu, auka kvikmyndalæsi og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma. RIFF er einnig ætlað að skapa farveg fyrir viðskipti, nýsköpun, listsköpun, myndun alþjóðlegs tengslanets og samræðu við samfélagið og samtímann. RIFF er óháð hátið, rekin án hagnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli