fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Var Sara Björk hrokafull eða voru spurningar fréttamanns RÚV heimskulegar?

433
Sunnudaginn 11. september 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir tvö hjartastopp á innan við sex mánuðum, settist í Íþróttavikuna með Benna Bó til að fara yfir fréttir vikunnar ásamt Herði Snævari Jónssyni íþróttastjóra Torgs.

Farið var yfir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Hollandi en það munaði aðeins 15 sekúndum að Ísland færi beint á HM sem verður í Ástralíu og Nýja Sjálandi á næsta ári.

Eftir leikinn fór fyrirliði liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir, í viðtal til Gunnars Birgissonar íþróttafréttamanns. Emil var hrifinn af viðtalinu en Hörður var ekki sammála.

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði gaman af þessu viðtali. Hún sýndi tilfinningar og þetta var nákvæmlega eins og henni leið á þessum tímapunkti. Maður skilur hana vel. Þær voru að missa af HM og umspilið er meira en að segja það. Maður sá nákvæmlega hvernig henni leið,“ sagði Emil en sagði að kannski hefði hún átt að taka þrjá djúpa andadrætti.

video
play-sharp-fill

„Hún var verulega hrokafull í þessu viðtali. Spurningar Gunna vinar míns voru ekkert upp á 10,5 en við sem höfum tekið viðtöl eftir leiki getum alveg spurt heimskulegra spurninga.

En þarna er fyrirliði þjóðarinnar að tala til þjóðarinnar í gegnum ríkisútvarpið og hún hefði alveg mátt vanda sig betur. En ég spilaði hæst í þriðju deild, ég veit ekkert hvernig er að tapa svona leik,“ sagði Hörður léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Í gær

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
Hide picture