fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Margir kveðja Tuchel en ellefu leikmenn Chelsea hafa ekki sagt orð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 11:30

Thomas Tuchel fagnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel gengur í burtu með þrettán milljónir punda, eftir að hafa verið rekinn sem stjóri Chelsea í gær. Hann er sagður hafa verið að missa tökin á leikmannahópnum áður en hann var rekinn.

Samband Tuchel við stjörnuleikmenn Chelsea, sem og eigandann Todd Boehly, eru sagðar meginástæður fyrir því að hlutirnir hættu að ganga upp og að Þjóðverjinn hafi nú verið látinn fara.

Margir af leikmönnum Chelsea hafa sent kveðju á Tuchel í gengum samfélagsmiðla en ensk blöð vekja athygli á því að hið minnsta ellefu leikmenn hafa ekki sagt orð.

Hakim Ziyech, Christian Pulisic, Armando Broja, Conor Gallagher, Thiago Silva, Marcus Bettinelli, N’Golo Kante, Marc Cucurella, Denis Zakaria, Carney Chukwuemeka og Pierre-Emerick Aubameyang hafa ekki látið í sér heyra.

Hér að neðan eru kveðjurnar sem Tuchel hefur fengið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bednarek að taka óvænt skref – Kostar 7,5 milljónir

Bednarek að taka óvænt skref – Kostar 7,5 milljónir
433Sport
Í gær

Besta deildin: Ágúst Eðvald skoraði í fyrsta leik

Besta deildin: Ágúst Eðvald skoraði í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik