fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Vonast til að heimsins „mest einmana tré“ geti leyst loftslagsráðgátu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. september 2022 19:00

Þetta er ansi einmana tré. Mynd:Dr Jocelyn Turnbull, GNZ Science

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er talið vera „mest einmana tré“ heimsins. Það stendur á Campbell Island, sem tilheyrir Nýja-Sjálandi, sem er óbyggð. En að undanförnu hefur þetta sitkagreni haft félagsskap af nýsjálenskum vísindamönnum sem vonast til að tréð geti veitt svör við sumum af ráðgátum loftslagsmála.

The Guardian skýrir frá þessu. Tréð er níu metra hátt og er svo frægt að það er í Heimsmetabók Guinness því það er „afskekktasta tré“ heimsins. Þetta er eina tréð á Campbell Island sem er kjarri vaxin og vindasöm eyja um 700 km sunnan við megineyjur Nýja-Sjálands. Næsta tré er í 222 km fjarlægð, á Auckland Islands.

Talið er að tréð hafi verið gróðursett af Lord Ranfurly snemma á tuttugustu öldinni. Hann var þá ríkisstjóri Nýja-Sjálands. Nafn trésins er dregið af nafni hans en það er oft kallað „Ranfurly tréð“.

Ekki hefur tekist að staðfesta aldur þess með rannsóknum og Heimsmetabók Guinness segir að þrátt fyrir að það sé oft sagt vera „heimsins mest einmana tré“ þá hafi ekki „verið skilgreint á heimsvísu hvað tré er“.

Tréð er einnig skráð sem ágeng tegund á eyjunni og sumir vísindamenn vildu gjarnan sjá það hverfa á brott. En Dr Jocelyn Turnbull, geislakolafræðingur hjá GNS Science, segir að tréð geti verið mikilvægt til að öðlast skilning á hvað er að gerast með upptöku koldíoxíðs í Suðuríshafi.

Hún sagði af af því koldíoxíði sem fellur til við brennslu jarðefnaeldsneytis verði um helmingurinn eftir í andrúmsloftinu og helmingurinn enda á landi og í sjónum. „Suðuríshafið, ein þessara koldíoxíð lauga, hefur tekið um 10% allrar þeirrar losunar sem við höfum framleitt síðustu 150 árin,“ sagði hún.

Turnbull og samstarfsfólk hennar eru að reyna að átta sig á hvað er að gerast með koldíoxíð í Suðuríshafi. Aðalspurningarnar sem þau spyrja eru: Ef koldíoxíð laugarnar fyllast, mun það valda miklu hraðari hnattrænni hlýnun? og hvort þessar laugar geti tekið við enn meira koldíoxíði og þannig dregið úr hnattrænni hlýnun ef við finnum út úr hvernig þær virka.

Með því að nota árhringi trjáa vonast vísindamennirnir til að geta áttað sig á þróun mála í Suðuríshafinu. Plöntur taka koldíoxíð í sig þegar ljóstillífun á sér stað og nota koldíoxíðið til að vaxa og því er koldíoxíð í árhringjunum. Vonast er til að „heimsins mest einmana tré“ geti veitt ákveðin svör þegar árhringir þess verða rannsakaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum