fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Rússar kaupa mikið magn skotfæra frá Norður-Kóreu að sögn Bandaríkjamanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 20:00

Einræðisherrarnir Kim Jong-un og Vladímír Pútín þegar þeir hittust fyrir þremur árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn segja að Rússar eigi í vandræðum með að verða sér úti um flugskeyti og önnur skotfæri til að nota í Úkraínu. Af þeim sökum eru Rússar nú að sögn að semja við Norður-Kóreu um kaup á fjölda flugskeyta og skotfæri í fallbyssur.

Þetta herma upplýsingar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa aflað. The Guardian skýrir frá þessu og segir að ónafngreindur bandarískur embættismaður hafi sagt að sú staðreynd að Rússar snúi sér nú til Norður-Kóreu sýni að rússneski herinn eigi í vandræðum vegna alvarlegs birgðaskorts í Úkraínu. Þessi birgðaskortur sé að hluta til kominn vegna útflutningsbanns og efnahagslegra refsiaðgerða.

The New York Times segir að bandarískir leyniþjónustumenn telji hugsanleg að Rússar muni snúa sér til Norður-Kóreu aftur til að kaupa meiri búnað fyrir herinn.

Nýlega bárust fregnir af því að Rússar hefðu fengið íranska dróna til að nota í stríðinu í Úkraínu.

Norður-Kórea hefur reynt að styrkja böndin við Rússland en flest Evrópuríki og önnur vestræn ríki hafa snúið baki við Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila