fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Þáttastjórnendur hissa þegar Kári lýsir því hversu viðkunnanlegur einn af stjörnuleikmönnum Frakka er – „Hann var alltaf auðmjúkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 12:00

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn og Íslandsmeistarinn Kári Árnason er mikil aðdáandi Olivier Giroud, framherja AC Milan og franska landsliðsins.

Kári var gestur í nýjasta þætti Steve Dagskrá, þar sem hann ræddi Frakkann. Þeir hafa nokkrum sinnum mæst í landsleikjum.

„Ég er mikill talsmaður Giroud, einn vanmetnasti leikmaðurinn. Það er alltaf verið að hrauna yfir hann fyrir að gera ekki hitt og þetta en þetta er besti „target-maður“ og „link-up-leikmaður“ sem þú finnur. Ef þú setur nógu góðu leikmenn í kringum hann munu þeir skína,“ segir Kári.

„Þetta var ekkert lamb að leika sér við. Hann er svo sterkur og hann er með frábæra fyrstu snertingu. Hann gerir bara allt í einni snertingu og svo er hann mættur inn í teig. Þú getur ekki litið af honum.“

Olivier Giroud. Mynd/Getty

Kári segir jafnframt að Giroud sé einstaklega viðkunnanlegur, sem kom þáttastjórnendum töluvert á óvart.

„Hann er toppmaður inni á velli. Hann var alltaf auðmjúkur. Hann var bara „veistu ég er sammála þér, þetta var ekki brot,“ Ef maður var eitthvað að þjösnast í dómaranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Í gær

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Í gær

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup