fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Arnar Sveinn segir meðvirkni ríkja í Vesturbæ – „Má ekki bara fara beint í vandamálið eins og það er?“

433
Mánudaginn 5. september 2022 08:52

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, telur meðvirkni ríkja í KR með núverandi ástandi karlaliðs félagsins.

KR er í sjötta sæti Bestu deildarinnar, mun neðar en liðið ætlaði sér fyrir mót.

Arnar telur að leikmenn fái of mikla gagnrýni en ekki þjálfarinn Rúnar Kristinsson.

„Hver er það sem stýrir liðinu, sem fær leikmennina? Hvað er búið að gerast þarna síðustu 2-3 ár? Það er ekkert að frétta þarna,“ segir Arnar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Þá ræddi hann pistil sem Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, skrifaði fyrr í sumar, þar sem hann hvatti stuðningsmenn til að standa með liðinu á erfiðum tímum.

„Þar hélt þetta áfram, þessi meðvirkni með þessu. Hann var ekki bara að taka Rúnar fyrir, heldur allt félagið, stuðningsmenn og allir. Mér finnst það áframhald af einhverri meðvirkni í ástandi sem er ekkert að virka.“

„Mér finnst hann akkúrat dæmi um meðvirknina sem er í gangi. Stuðningsmenn eru einhvern veginn dregnir inn í það, að þeir eigi sinn þátt í að það gangi ekki nægilega vel. Má ekki bara fara beint í vandamálið eins og það er?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum