fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Rússar flytja allar orustuþotur sínar frá Krím

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 06:59

Svona leit Saki flugvöllurinn út eftir sprengingarnar fyrr í mánuðinum. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega urðu miklar sprengingar á Saki herflugvellinum á Krímskaga. Nokkrum dögum síðar urðu miklar sprengingar í skotfærageymslum á skaganum og einnig í spennistöð. Vestrænir sérfræðingar telja að Úkraínumenn hafi gert árásir á þessa staði en þeir hafa ekki staðfest það. Nú hafa þessar árásir orðið til þess að Rússar hafa flutt tíu orustuþotur frá Krímskaga.

Business Insider skýrir frá þessu og byggir á upplýsingum úr leynilegri NATO-skýrslu. Í henni kemur fram að Rússar hafi flutt tíu orustuþotur frá Krímskaga til annara flugvalla á rússneska meginlandinu. Líklega til að koma í veg fyrir að þeir missi fleiri vélar en þeir misstu að minnsta kosti níu vélar í fyrrgreindri árás á herflugvöllinn.

Í skýrslunni er fjallað um nokkrar árásir á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið 2014, en eins og áður sagði hafa úkraínskir embættismenn ekki staðfest að úkraínski herinn hafi staðið á bak við árásirnar.

Orustuþoturnar tíu voru fluttar til Kushchevsakaya og Marinovka í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum