fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Lagður í einelti og fær enga virðingu frá vinnuveitendum – Heimtar 660 milljónir til að kveðja

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Martin Braithwaite hefur þurft að upplifa ýmislegt á Spáni en hann leikur með liði Barcelona.

Barcelona hefur í allt sumar reynt að losna við Braithwaite sem á inni laun hjá félaginu og neitar að fara annað fyrr en þau eru borguð.

Stuðningsmenn sem og aðrir tengdir Barcelona hafa í raun lagt Braithwaite í einelti og áreitt hann vegna þess að hann vill fá laun sín borgun.

Barcelona reynir allt hvað félagið getur til að fá inn auka pening þar sem fjárhagsstaða liðsins er virkilega slæm.

Samkvæmt nýjustu fregnum vill Braithwaite fá fjórar milljónir punda eða um 660 milljónir króna frá vinnuveitendum sínum ef hann á að yfirgefa félagið í sumar.

Daninn hefur hingað til neitað að rifta samningi sínum en Barcelona hefur þó engan áhuga á að borga þessa upphæð og er staðan ansi erfið.

Greint er frá því að Börsungar séu tilbúnir að borga Braithwaite tvær milljónir evra en hann tekur það ekki í mál eftir hvernig félagið kom fram við hann sem og aðra leikmenn.

Margir hafa komið Braithwaite til varnar sem vill aðeins fá sín laun borguð en aðrir hafa lagt hann í mikið einelti á netinu og fær hann ekki að æfa með aðalliði félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir stóru seðlunum hafa verið veifað að Hlíðarenda – Þar stóðu menn fastir á sínu

Segir stóru seðlunum hafa verið veifað að Hlíðarenda – Þar stóðu menn fastir á sínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“
433Sport
Í gær

Orða Antony við risaskref í sumar

Orða Antony við risaskref í sumar
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Alberts sendir óskýr skilaboð: ,,Tek einn dag í einu“

Liðsfélagi Alberts sendir óskýr skilaboð: ,,Tek einn dag í einu“
433Sport
Í gær

Viktor: „Þetta er bara galin hegðun“

Viktor: „Þetta er bara galin hegðun“