fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Svona stjórnar þú hvað verður um Facebook-aðganginn þinn þegar þú deyrð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 22:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg okkar hafa lent í því að senda óvart afmæliskveðju til látins einstaklings á Facebook því forritið minnir alla vini hins látna ennþá á fæðingardag viðkomandi í því skyni að hvetja fólk til að óska honum til hamingju með afmælið.

En Facebook er að sjálfsögðu með lausn á þessu. Þú getur gefið vini aðgang að reikningunum eftir andlát þitt en þú getur líka einfaldlega óskað eftir því að Facebook eyði reikningum þínum þegar þú ert orðinn íbúi himaríkis. Því við erum öll að fara þangað, er það ekki?

Gefur vini aðganginn eftir andlátið

Þú ferð í General profile settings/Almennar prófílstillingar þar sem hægt er að velja Memorialization settings/Stillingar vegna andláts

Þar hefur þú tvo möguleika en annar þeirra er að velja þinn Legacy contact, sumsé þann Facebook-vin þinn sem þá heldur utan um síðuna þegar þú hefur fallið frá.

Þessi vinur getur óskað eftir því að aðganginum þínum sé eytt, en hann getur líka stýrt því hverjir skrifa á vegginn þinn eða taggað þig, til að mynda ef fólk vill tagga þig í minningarkveðju. EF þú ert með þær stillingar virkar getur hann hlaðið niður skjali sem inniheldur allt sem þú hefur deilt á Facebook frá upphafi.

Tekið er skýrt fram að viðkomandi getur EKKI þóst vera þú og skrifað í þínu nafni, eða séð einkaskilaboð sem send eru til þín, hvorki fyrir né eftir andlát.

Hér má lesa meira um Legacy contact en ekki er útilokað að Facebook breyti skilmálunum síðar.

Facebook þarf staðfestingu

En hvernig veit Facebook hvort þú hefur yfirgefið þessa jarðvist? Þegar ástvinur deyr er hægt að tilkynna það til Facebook.

Þá annað hvort virkjar Facebook aðganginn fyrir þennan Legacy contact, vin þinn sem þú treystir til að halda utan um síðuna þegar þú hefur fallið frá.

Eyða eftir andlát

Hinn möguleikinn er öllu einfaldari. Hann er að láta einfaldlega eyða aðganginum þegar Facebook hefur staðfest að þú er ekki lengur á meðal vor.

Þann möguleika er að finna á sömu síðu, undir Memorialization settings. Þar myndir þú síðan smella á Request that your account be deleted after you pass away. Þá kemur upp gluggi þar sem þú getur staðfest þessa beiðni með því að ýta á Delete after death/Eyða eftir andlát.

Og þá er það bara komið!

Ef hvorug þessara leiða er farin en Facebook fær staðfestingu á andláti þínu er síðunni breytt þannig að undan nafninu þínu segir „Remembering“ eða „Í minningu“ og fólk getur áfram skrifað á vegginn þinn samkvæmt þeim friðhelgisstillingum sem þú varst með fyrir andlátið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“