fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Aubameyang nálgast Chelsea – Börsungar vilja enn Silva þrátt fyrir fjárhagsvandræðin

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 15:28

Aubameyang var frábær fyrir Arsenal á sínum tíma. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Chelsea eru nálægt því að ná saman um sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang. Guillem Balague segir frá þessu.

Chelsea er í leit að framherja eftir að félagið losaði sig við þá Romelu Lukaku og Timo Werner í sumar.

Þá þurfa Börsungar sárlega á fjármunum að halda. Félagið þarf til að mynda 17 milljónir punda til að geta skráð Jules Kounde, nýjan varnarmann sinn, til leiks.

Bernardo Silva / Getty Images

Aubameyang lék áður með Arsenal en hann fór þaðan í janúar. Það var töluvert fjaðrafok í kringum skipti hans frá Arsenal til Barcelona. Mikel Arteta, stjóri enska félagsins, hafði til að mynda tekið af honum fyrirliðabandið.

Þrátt fyrir fjárhagsvandræðin segir Balague einnig að Barcelona vilji enn fá Bernardo Silva frá Manchester City. Hann sé hugsaður sem lykilþáttur í framtíðaráætlunum Xavi, stjóra liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt