fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
433Sport

Segja að Ten Hag hendi fyrirliðanum á bekkinn í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 12:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, mun bekkja fyrirliðann Harry Maguire í leiknum gegn Liverpool í kvöld, ef marka má frétt talkSPORT.

United hefur byrjað tímabilið afleitlega. Liðið tapaði fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni gegn Brighton 1-2 og öðrum leiknum gegn Brentford 4-0.

Í kvöld á United svo ekki minna verkefni fyrir höndum, er Liverpool kemur í heimsókn.

Erik ten Hag sér greinilega ástæðu til að gera breytingu á liði sínu og ætlar sér að taka Maguire úr vörninni fyrir leikinn. Þá er líklegt að Raphael Varane og Lisandro Martinez verði í hjarta varnarinnar.

Maguire er fyrirliði United. Ekki er ljóst hver verður fyrirliði í leik kvöldsins, verði hann bekkjaður.

Fyrir leikinn í kvöld verður Casemiro kynntur sem nýr leikmaður United. Miðjumaðurinn er að ganga í raðir United frá Real Madrid. Þessi þrítugi miðjumaður fær fjögurra ára samning á Old Trafford.

Talið er að Casemiro fái númerið 18 hjá United, númer sem Paul Scholes bar á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför
433Sport
Í gær

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano
433Sport
Í gær

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims
433Sport
Í gær

Rafinha leggur skóna á hilluna

Rafinha leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Í gær

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum