fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Grátbað um að fá að fara áður en Mendy nauðgaði henni – „Þú kemst hvort sem er ekki héðan út“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer fram fjórði dagur réttarhalda yfir knattspyrnumanninum Benjamin Mendy. Fékk kviðdómur að heyra ansi óhugnanlega sögu frá meinum brotaþola Frakkans í dag.

Mendy, sem er á mála hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City, er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.

Hinn 28 ára gamli Mendy var handtekinn í ágúst í fyrra. Hann hefur verið laus gegn tryggingu frá því í janúar á þessu ári. Hann neitar alfarið sök.

Einnig er réttað yfir vini Mendy, Louis Saha Matturie. Sá er sakaður um átta nauðganir og fjögur kynferðisbrot. Alls eru þrettán konur sem tengjast brotum þeirra félaga.

Breskir miðlar keppast við það að flytja fréttir af þeim sögum sem sagðar hafa verið af Mendy og Saha í réttarsal.

Ein kona sakar Mendy um þrjár nauðganir í október árið 2020. Kviðdómur fékk að heyra hennar sögu í dag í gegnum upptöku, sem spiluð var frá samtali hennar við lögreglu.

Hún hitti Mendy á bar áður en hún fór á heimili hans í Cheshire í teiti. Þegar þangað var komið tók leikmaðurinn símann hennar og fór að skoða myndir af henni. Hann tók símann upp á herbergi sitt og fór konan með.

Mendy notaði fingraskanna til að opna hurðina að herberginu og læsti því á eftir sér.

„Ég vil fá símann minn aftur. Ég vil ekki stunda kynlíf með þér. Mig langar bara að fara,“ á konan að hafa sagt við Mendy.

Mendy á að hafa svarað: „Mig langar bara að skoða það, ég lofa. Þú kemst hvort sem er ekki héðan út.“

Því næst fór konan úr fötunum. Hún sagði við lögregluna að hún hafi talið það skásta kostinn í stöðunni. „Ég hugsaði að ef ég myndi klæða mig út þyrfti ég allavega ekki að gera neitt með honum.“

Eftir þetta nauðgaði Mendy konunni, þrátt fyrir að hún hafi grátbeðið hann um að hætta margoft.

„Ég sagði ekki bara nei. Ég sagði „ég vil ekki stunda kynlíf með þér.“ Ég var mjög skýr en það var ekki hlustað á mig,“ sagði konan við lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland vann og tryggði efsta sætið

Ísland vann og tryggði efsta sætið