fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Nýjar vendingar í máli Giggs: Svakaleg lýsing systur fórnarlambs – Skallaði fyrrum kærustuna og hótaði systur hennar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í máli Ryan Giggs halda áfram. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um margs konar ofbeldi gegn fyrrum kærustu sinni, Kate Greville. Ofbeldið er af andlegum og líkamlegum toga.

Systir Kate, Emma, bar vitni í málinu í dag og lýsti þar kvöldi þar sem Giggs á að hafa skallað Kate. Emma segir að Giggs hafi einnig hótað að skalla sig.

Þetta kvöld, þann 1. nóvember 2020, var Emma að passa hund Giggs og Kate á meðan þau voru úti að borða. Emma fékk símtal frá Kate, þar sem sú síðarnefnda sagðist pirruð þar sem þau væru orðin sein á veitingahúsið vegna þess að Giggs hafði verið úti að drekka allan daginn.

Síðar um kvöldið sendi Kate svo eftirfarandi skilaboð: „Pakkaðu dótinu mínu niður. Við förum í kvöld.“

Kate kom inn á undan Giggs. „Hún tjáði mér að hún hafi sagt honum að hún vissi af framhjáhaldi hans. Hún fór þó ekki nánar út í það þar sem tíminn var naumur. Við vildum komast burt frá húsinu.“

Giggs kom til baka, virkilega reiður og mjög ölvaður. Emma lét sig hverfa inn í herbergi í húsinu eftir að Giggs mætti á svæðið. Skömmu síðar fór hún fram og sá Kate faðma hund þeirra.

„Ryan sagði henni að kveðja hundinn því hún myndi aldrei sjá hann aftur,“ segir Emma. „Hann var að sýna að hann stjórnaði. Að hann gæti haldið hundinum þó að Kate ætti hann.“

Giggs sakaði Kate svo um að hafa tekið síma sinn. Hún neitaði svo hann tók nokkuð af eigum hennar, handtösku og fleira, og lét þær fram á gang.

„Ryan sneri sér að Kate og sagði að ef hún myndi ekki rétta honum hans síma myndi hún ekki fá sinn,“ segir Emma. „Emma náði sínum á undan honum úr urðu slagsmál.“

Emma fór að athuga með hundinn en heyrði svo óhljóð úr einu herberginu. „Ég heyrði öskur, rifrildi og alls kyns brölt. Kate lá á rúminu og Ryan var ofan á henni. Hann var að reyna að ná símanum hennar. Ég sá í andliti hennar að hún meiddi sig.“

„Kate sagði: „taktu hann af mér“ svo ég tók utan um hann og togaði á meðan Kate reyndi að sparka honum af sér. Hann sneri sér við og olbogi hans snerti kjálkann á mér. Þá sleppti ég. Hann gerði þetta ekki á kurteisan máta.“

Næst sá Emma Kate inni í eldhúsi að reyna að ná síma sínum úr rassvasa Giggs. „Ég sagði Ryan að rétta henni símann sinn aftur og að svo myndum við fara. Ég sá þig ofan á henni áðan svo ég veit að þú ert með símann hennar.“

„Hann sagði að ég væri andskotans lygari. Kate sagði við hann: sjáðu! Ég hef sönnun.“

Þá reiddist Giggs mikið. „Hann fór úr því að vera pirraður yfir í að verða brjálaður. Hann setti hendurnar utan um axlir Kate og skallaði hana af miklu afli á munninn,“ segir Emma. „Hún féll til jarðar, öskraði og hélt um andlit sitt.“

Kate sagði henni þá að hringja í lögreglu en Giggs sagði henni að hugsa um dóttur sína og ferilinn, þetta yrði í öllum dagblöðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrirliðinn söng um stóran lim fyrir framan þúsundir manna – „Hann er það svo sannarlega“

Fyrirliðinn söng um stóran lim fyrir framan þúsundir manna – „Hann er það svo sannarlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum
433Sport
Í gær

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli
433Sport
Í gær

Færa leik til Tottenham svo United hafi ekkert forskot ef bæði lið komast í úrslit

Færa leik til Tottenham svo United hafi ekkert forskot ef bæði lið komast í úrslit