fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Nágrannar kölluðu til lögreglu vegna óláta knattspyrnustuðningsmanns í heimahúsi – „Óttuðust þeir hið versta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 15:30

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af reiðum stuðningsmanni ensks knattspyrnuliðs um helgina, þar sem hann missti stjórn á skapi sínu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Miðað við lýsingu lögreglunnar má fastlega gera ráð fyrir að um stuðningsmann Manchester United hafa verið að ræða. Liðið tapaði afar illa, 4-0, gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

„Útköll vegna fólks sem var til ama af ýmsum öðrum ástæðum voru að venju fjölmörg, en þar kom m.a. við sögu stuðningsmaður ensks knattspyrnuliðs sem missti stjórn á skapi sínu þegar lið hans fékk háðuglega útreið á laugardag,“ segir í dagbók lögreglu.

„Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta. Þegar hún kom á staðinn hafði ástandið róast og er vonandi að maðurinn nái að halda stillingu sinni næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á fótboltavellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best