fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Nýi maðurinn tjáir sig um Lukaku: ,,Snýst líka um einkalífið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 21:30

Romelu Lukaku / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kalidou Koulibaly, leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um framherjann Romelu Lukaku sem yfirgaf félagið í sumar.

Búist var við miklu af Lukaku síðasta vetur er hann kostaði tæplega 100 milljónir punda frá Inter en lítið gekk á hans fyrsta tímabili.

Lukaku vildi því um leið snúa aftur til Ítalíu í sumar til Inter Milan þar sem Koulibaly mætti honum á sínum tíma er hann lék með Napoli.

Koulibaly hefur farið yfir stöðu leikmannsins og af hverju hann náði ekki hæstu hæðum í London.

,,Romelu er góður leikmaður og mjög hæfileikaríkur. Hann er mjög sterkur og ég var vanur því að spila gegn honum á Ítalíu. Ég held að það hafi ekki verið gaman fyrir hann!“ sagði Koulibaly.

,,Hann skoraði mörg mörk á Ítalíu og vann deildina svo þegar hann skrifaði undir hjá Chelsea var ég ekki hissa. Á síðasta tímabili var hann kannski ekki með sjálfstraustið til að spila eins og hann vill spila.“

,,Fótboltinn snýst ekki bara um völlinn heldur líka einkalífið og allt sem því fylgir, kannski var eitthvað sem virkaði ekki fyrir hann hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið