fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Arnór skoraði í sigri Norrköping – Kristall fékk fyrstu mínúturnar

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 20:21

Arnór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson skoraði fyrir lið Norrköping í dag sem vann Degerfors 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni.

Arnór spilaði allan leikinn í 2-0 sigri en hann gerði annað mark liðsins í blálokin í sigrinum.

Ari Freyr Skúlason byrjaði einnig fyrir Norrköping en fór af velli fyrir Andra Lucas Guðjohnsen í síðari hálfleik.

Bodo/Glimt valtaði yfir lið Odd í norsku deildinni þar sem Alfons Sampsted lék sitt hlurtverk að venju.

Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði en Bodo/Glimt vann öruggan 7-0 heimasigur og er í þriðja sæti deildarinnar.

Kristall Máni Ingason kom inná sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Rosenborg í 2-1 sigri á Ham-Kam. Kristall spilaði um 24 mínútur í sigrinum.

Í ensku C-deildinni kom Jón Daði Böðvarsson inná sem varamaður hjá Bolton sem vann 3-0 sigur á Wycombe. Jón Daði kom inná þegar 20 mínútur voru eftir.

Í ítalska bikarnum spiluðu einnig tveir íslenskir leikmenn en Hjörtur Hermannsson lék í slæmu tapi Pisa gegn Brescia. Pisa tapaði leiknum 4-1.

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Spezia komust þá áfram en liðið vann Como sannfærandi 5-1 á sama tíma. Mikael spilaði síðustu 13 mínúturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið