fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Gosstöðvunum lokað í fyrramálið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 6. ágúst 2022 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun og segir í tilkynningu frá veðurstofunni að vindur verði suðaustan 13-18 m/s. Hvassast við fjöll og á Reykjanesskaga. Talsverð eða mikil rigning og lélegt skyggni. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og einnig fyrir gangandi og hjólandi ferðalanga. Ekkert ferðaveður verður á gossvæðinu á meðan viðvörunin er í gildi.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur því tekið ákvörðun um að gossvæðið í Merardölum verði lokað fyrir aðgangi almennings frá kl 05:00 í fyrramálið, sunnudag og verður staðan endurmetin seinnipartinn á morgun sunnudag. Fjölmiðlar munu verða upplýstir um framhaldið þegar staðan hefur verið endurmetin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt