fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Viðurkennir að það hefði verið gaman að mæta Özil – „Það eru vonbrigði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 17:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil kom ekki með Istanbul Basaksehir til Íslands til að mæta Breiðabliki. Liðin eigast við í fyrri leik sínum í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld.

Özil er kominn stutt á veg í undirbúningi sínum fyrir komandi leiktíð í Tyrklandi og er að glíma við smávægileg meiðsli.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Hann viðurkenndi þar að það hefði verið gaman að mæta Özil.

„Það eru vonbrigði. Maður hefði viljað stimpla hann aðeins hérna á gervigrasinu,“ sagði Höskuldur.

Eins og flestir vita er Özil frægastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal og Real Madrid. Þá varð hann heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru