fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Fór ekki með börnin að sjá eiginmanninn eftir ógeðfelld skilaboð og söngva – ,,Hef fengið lífláts- og nauðgunarhótanir“

433
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 11:30

Vardy mætir til leiks Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy sóknarmanns Leicester City í ensku úrvalsdeildinni segist hafa hætt að fara með börn þeirra hjóna á leiki með Leicester City vegna ógeðfelldra söngva sem stuðningsmenn sungu á leikjum liðsins.

Rebekah tapaði á dögunum meiðyrðamáli sínu gegn Coleen Rooney. Fyrir þremur árum síðan taldi Coleen sig hafa komist að því að Rebekah væri að leka upplýsingum um sig og sína í enska götublaðið The Sun. Málið hefur haft mikil áhrif á Vardy-fjölskylduna að sögn Rebekuh.

,,Ég hef fengið lífláts- og nauðgunarhótanir. Ég fór á knattspyrnuleiki og þar voru sungnir ógeðfelldir söngvar um mig,“ segir Rebekah Vardy í samtali við The Sun.

Hún segist í kjölfarið hafa hætt að fara með börn sín og Jamies á knattspyrnuleiki með honum.  ,,Ég var algjörlega niðurbrotin og mér finnst mjög erfitt að ræða um þetta. Sem móðir vil ég bara skýla börnunum okkar frá þessum skít en stundum reynist það bara mjög erfitt.“

Rebekah hefur ávallt neitað sök varðandi að hafa lekið upplýsingum um fjölskyldu Coleen Rooney í fjölmiðla og höfðaði í kjölfarið meiðyrðamál gegn Coleen sem hún að lokum tapaði. Orðspor hennar er nú sagt í molum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru