fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Konur í Georgíuríki geta fengið 400.000 króna skattaafslátt við þungun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 15:00

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tveimur vikum kvað dómstóll í Georgíu í Bandaríkjunum upp dóm um að barnshafandi konur geti dregið 3.000 dollara, sem svarar til um 410.000 íslenskum krónum, frá skatti. Þessi upphæð á við hvert fóstur sem þær bera undir belti.

Það var niðurstaða dómstólsins að líta eigi á fóstur sem börn á heimilinu þegar kemur að skattamálum.

Þessi skattaafsláttur er afleiðing af þungunarrofslöggjöf sem var samþykkt í ríkinu 2019. Lögin áttu að taka gildi í ársbyrjun 2020 en voru úrskurðuð ólögleg því dómstóll taldi þau ganga gegn rétti kvenna til þungunarrofs samkvæmt dómi hæstaréttar í málinu Roe v. Wade.

Fyrr í sumar hnekkti hæstiréttur hins vegar fyrri niðurstöðu sinni í því máli og þá tóku nýju þungunarrofslögin gildi í Georgíu. Samkvæmt lögunum þá njóta fóstur sömu lagalegu stöðu og börn sem eru komin í heiminn. Þetta gildir frá því að hjartsláttur fóstursins greinist en það er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu. Eftir þennan tíma er óheimilt að framkvæma þungunarrof í ríkinu en þó eru undantekningar á því ef um sifjaspell eða nauðgun var að ræða og málið hefur verið kært til lögreglu. Taldi dómstólinn því að fóstur, eða öllu heldur mæður þeirra, eigi því að njóta persónuafsláttar eins og aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru