fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Leið Víkinga að riðlakeppni Sambandsdeildarinnar klár: Gætu mætt Malmö a ný

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 12:13

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var dregið í lokaumferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA þar sem Víkingur Reykjavík var í pottinum. Takist liðinu að bera sigur úr býtum í einvígi sínu í þriðju umferðinni gegn Lech Poznan gæti beðið þeirra leikur gegn Malmö frá Svíþjóð eða F91 Diddeleng frá Lúxemborg.

Víkingar mæta pólska liðinu Lech Poznan í þriðju umferð undankeppninnar í tveimur leikjum og fer sá fyrri fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn næstkomandi. Seinni leikur liðana fer fram í Póllandi viku seinna.

Víkingar mættu Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tapaði því einvígi með naumum mun. Það yrði því ansi sérstakt myndu liðin mætast á ný í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Malmö er hins vegar einnig á meðal þátttökuþjóða í undankeppni Evrópudeildarinnar og á þar einvígi gegn Sivasspor. Það gæti því haft áhrif á lokaumferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og bara að bíða og sjá hvernig fer.

Vinni Víkingar einvígi sitt í þriðju umferð sem og í lokaumferðinni er sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar gulltryggt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl