fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hér er sparað eins og hægt er – Svona eru aðgerðir nokkurra ESB-ríkja vegna orkuskorts

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 16:30

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ekki tekst að draga úr orkunotkun í ríkjum ESB gæti þurft að grípa til orkuskömmtunar í vetur. Óhætt er að segja að orkukreppa sé í Evrópu því álfan er mjög háð Rússum um gas en Rússar hafa skrúfað mikið niður fyrir gasstreymið og við blasir að veturinn getur orðið erfiður víða ef hann verður kaldur.

Það er orkukreppa í Evrópu og það verður að gera eitthvað í málinu sagði Fatih Birol, forstjóri hjá Alþjóða orkumálastofnuninni, í samtali við BBC. „Ef við getum ekki dregið mjög úr orkunotkun þá get ég ekki útilokað að það verði að grípa til harðrar skömmtunar í vetur,“ sagði hann einnig.

Í mörgum Evrópuríkjum hefur nú þegar verið gripið til aðgerða til að spara orku og í öðrum ríkjum eru slíkar aðgerðir á teikniborðinu og verið að innleiða þær.

Í Frakklandi hefur Agnés Pannier-Runacher, orkumálaráðherra, kynnt aðgerðir sem eiga að draga úr orkusóun. Önnur þeirra er að verslunareigendur eiga að hafa útidyrnar lokaðar ef þeir láta loftkælinguna vera í gangi. Hin er að bannað verður að hafa kveikt á auglýsingaskiltum að næturlagi.

Á Spáni er unnið að undirbúningi aðgerða. Pedro Sanchez, tilkynnti um yfirvofandi aðgerðir á fréttamannafundi nýlega. Hann birtist þar bindislaus og það var ekki að ástæðulausu því hann sagðist hafa beðið alla ráðherra sína, alla opinbera starfsmenn og muni líka biðja starfsmenn í einkageiranum um að nota ekki bindi þegar það er ekki nauðsynlegt.  Með því sé hægt að spara því þá sé hægt að draga úr notkun á loftkælingu. Verslanir verða einnig beðnar um að hafa dyrnar lokaðar þegar kveikt er á loftkælingu þeirra að sögn BBC.

Í Þýskalandi er nú þegar byrjað að skrúfa fyrir vatnið í gosbrunnum, lýsingu á opinberum byggingum og heita vatnið í opinberum byggingum. Í byrjun júlí ákváðu þýsk stjórnvöld að endurræsa allt að 10 kolaorkuver en áður hafði verið ákveðið að loka þeim vegna umhverfisverndarsjónarmiða.

Grikkir eru mjög háðir rússnesku gasi. Í júní tilkynnti ríkisstjórn landsins um áætlun til að draga úr orkunotkun. Meðal annars verður milljörðum evra varið í endurbætur á opinberum byggingum til að draga úr orkunotkun þeirra. Markmiðið er að draga úr orkunotkun um 10% á þessu ári og að hún verði 30% minni 2030 en hún er nú. Þá hafa stjórnvöld lagt bann við að loftkælingar kæli niður undir 27 gráður í sumar.

Í apríl hvöttu írsk stjórnvöld landsmenn til að draga úr orkunotkun sinni. Fjölda stuðningsaðgerða var hleypt af stokkunum til að hvetja til minni orkunotkunar. Meðal annars var byrjað að bjóða upp á styrki til húsaeinangrunar.  Einnig var tilkynnt að áætlunum um að 80% orkunotkunar landsins komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum verði flýtt og eigi að nást í síðasta lagi 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“