fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Pressan

Úr Hitlers selt á 150 milljónir – Segja söluna viðbjóðslega

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 11:00

Hver borgar 150 milljónir fyrir úr sem Hitler átti?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var úr, af tegundinni Huber, selt á uppboði hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Alexander Historical Auctions í Maryland. Hakakross og upphafsstafir Hitlers eru á úrinu. 1,1 milljón dollara, sem svarar til um 150 milljóna íslenskra króna, fékkst fyrir úrið. Það er töluvert undir væntingum.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að leiðtogar gyðinga hafi gagnrýnt söluna á úrinu. 34 leiðtogar gyðinga skrifuðu opið bréf vegna málsins og sögðu söluna vera viðbjóðslega og báðu uppboðsfyrirtækið um að hætta við að bjóða það upp.

„Um leið og það er ljóst að maður á að læra af sögunni og að sannir munir frá nasistum eiga heima á söfnum eða menntastofnunum þá á það ekki við um hluti sem þið seljið,“ skrifaði Menachem Margolin, rabbíni og formaður Evrópusamtaka gyðinga.

Talsmenn uppboðshússins sögðu fyrir uppboðið að markmið þess væri að varðveita söguna og að flestir þeirra muna sem það selji endi í einkasöfnum eða á helfararsöfnum.

Talið er að Hitler hafi fengið úrið í afmælisgjöf 1933 en það ár varð hans kanslari í Þýskalandi.

Úrið var tekið sem minjagripur þegar um 30 franskir hermenn réðust inn í Berghof, sumardvalarstað Hitlers, nærri Berchtesgaden í maí 1945. Hitler framdi sjálfsvíg 30. apríl 1945.

Talið er að úrið hafi síðan verið selt og hafi gengið í erfðir innan sömu fjölskyldunnar.

Uppboðshúsið reiknaði með að minnst tvær milljónir dollara myndu fást fyrir úrið svo söluverðið var töluvert undir væntingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Pressan
Fyrir 1 viku

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda