fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Arnór á leið aftur í sænsku deildina – Munnlegt samkomulag í höfn

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 14:21

Arnór Ingvi Traustason (Mynd af Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ingvi Traustason er á leið aftur í sænska boltann samkvæmt heimildum Expressen þar í landi.

Arnór hefur undanfarið ár spilað með New England Revolution í Bandaríkjunum og á að baki 39 leiki fyrir liðið í MLS-deildinni.

Arnór er 29 ára gamall miðjumaður og á að baki 44 leiki fyrir Ísland en hann þekkir mjög vel til Skandinavíu og sænsku deildarinnar.

Samkvæmt Expressen er Norrköping að vinna í því að fá Arnór í sínar raðir en hann lék með liðinu frá 2014 til 2016.

Norrköping er ekki eina sænska liðið sem Arnór spilaði með en hann var einnig hjá Malmö frá 2018 til 2020.

Samkvæmt heimildum blaðsins er Arnór búinn að ná munnlegu samkomulagi við Norrköping og eru viðræður við New England í fullum gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði