fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Aðhlátursefni á Englandi og var minntur á það – Svaraði fyrir sig og sýndi puttann

433
Mánudaginn 1. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, vakti heldur betur athygli á föstudag eftir leik sem var spilaður á St. Mary’s vellinum í Southampton.

Emery er í dag stjóri Villarreal og hefur gert flotta hluti og vann Evrópudeildina með liðinu 2021.

Emery heillaði þó ekki marga sem stjóri Arsenal í 18 mánuði og var enskukunnátta hans oft á milli tannana á fólki.

Það var kannski ekki hversu vel Emery kunni tungumálið heldur framburðurinn sem var oft mjög sérstakur.

Emery varð þekktur fyrir setninguna ‘Good Evening’ en hann bar það fram sem ‘Good Ebening’ sem margir höfðu gaman að.

Fyrir helgi var Emery beðinn um að segja þessa setningu af stuðningsmönnum fyrir utan St. Mary’s og var honum einnig tjáð að starfið sem hann vann hjá Arsenal hafi verið gott sem var augljós kaldhæðni.

Emery var léttur og svaraði þessum stuðningsmanni með miðjufingrinum er hann áritaði fyrir fólk eftir 2-1 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham
433Sport
Í gær

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool