fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Nýjar rannsóknir – Hér átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 07:00

Kórónuveiran er talin hafa átt upptök í Wuhan í Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um uppruna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Ein af umtöluðustu og vinsælustu kenningunum er að hún hafi verið búin til á rannsóknarstofu í Wuhan í Kína þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Í gær voru niðurstöður tveggja nýrra rannsókna um uppruna veirunnar birtar í vísindaritinu Science og er niðurstaða þeirra skýr. Veiran átti upptök sína á dýramarkaði í Wuhan, ekki í rannsóknarstofu. Enn einu sinni er því búið að ýta kenningunni um að veiran hafi átt upptök sín á rannsóknarstofu, út af borðinu.

Í annarri rannsókninni var landfræðilegt mynstur faraldursins á fyrstu mánuðum hans kortlag. Þar kemur skýrt fram að fyrstu tilfellin tengdust Huanan markaðnum í Wuhan náið.

Hin rannsóknin sýnir að ólíklegt sé að veiran hafi verið byrjuð að dreifa sér meðal fólks fyrir nóvember 2019.

Rannsóknirnar hafa verið ritrýndar og nú birtar í Science.

Niðurstöður þeirra eru að það sé „einfaldlega ekki líklegt að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á annan hátt en í viðskiptum með dýr á markaðnum í Wuhan“. Þetta sagði Michael Worobey sem vann að rannsóknunum. Hann segir að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á markaðnum og hafi dreift sér út frá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt