

Darwin Nunez framherji Liverpool er að gera sig kláran fyrir sitt fyrsta tímabil í enska boltanum sem hefst eftir tíu daga.
Nunez er 23 ára gamall en Liverpool borgaði stóra upphæð til þess að krækja í framherjann.

Nunez fór að veiða með liðsfélögum sínum í gær en stuðningsmenn Liverpool eru margir agndofa yfir líkamlegu ástandi hans.

Varla eitt gram af fitu virðist vera á framherjanum knáa sem mun upplifa mikla pressu í vetur enda er honum ætlað að fylla skarð Sadio Mane með mörkum og stoðsendingum.
