fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Tjáir sig um lætin í Kópavogi: Gestirnir alls ekki ánægðir – ,,Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk“

433
Sunnudaginn 24. júlí 2022 12:15

© 365 ehf / Jóhanna K Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, ræddi í gær við Stöð 2 um það sem átti sér stað á Kópavogsvelli í vikunni.

Lið Buducnost frá Svartfjallalandi mætti til leiks í Kópavoginn og spilaði við Blika í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Það varð allt vitlaust undir lok leiksins en Svartfellingarnir voru mjög aggressívir í leiknum og fengu tveir að líta rautt spjald sem og þjálfari liðsins.

Leikmenn Buducnost hópuðust að Damir eftir leik og var hann spurður út í af hverju í samtali við Stöð 2.

„Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.segir Damir í samtali við Stöð 2.

Breiðablik vann leikinn 2-0 en seinni viðureignin fer fram í Svartfjallalandi þar sem lætin verða eflaust mikil enda blóðheitir stuðningsmenn þar í landi.

„Ég býst bara við alvöru veislu. Þeir reyna örugglega að komast í hausinn á okkur en við þurfum bara að vera pollrólegir. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur á Íslandi að fá svona brjálaða stuðningmenn hingað og leikmenn en ég hef séð þetta áður og þetta truflar mig voða lítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“