fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Viðhorf stjarnanna til skammar: Sættu sig við ömurlegt ástand – ,,Þeir sögðust vera búnir“

433
Laugardaginn 23. júlí 2022 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Gosling, leikmaður Watford, hefur látið leikmenn liðsins heyra það eða leikmenn sem spiluðu með liðinu á síðustu leiktíð.

Watford gat í raun ekkert í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur og féll úr efstu deild, 15 stigum frá öruggu sæti.

Gosling er 32 ára gamall og kom til Watford árið 2021 en hann hefur einnig leikið með Everton, Newcastle og Bournemouth.

Hann upplifði versta andrúmsloft ferilsins hjá Watford í fyrra þar sem leikmenn voru búnir að sætta sig við það að liðið væri á leið niður um deild og var í raun alveg sama.

,,Við spiluðum með leikmönnum sem mættu á æfingu og sögðust vera búnir að fá nóg,“ sagði Gosling.

,,Liðið var á botninum og við vorum með leikmenn sem vissu að þeir væru á förum. Leikmennirnir sættu sig við það og sögðust vera búnir hérna og vera á förum annað.“

,,Að mínu mati var þetta viðhorf til skammar. Viðhorf margra var til skammar á síðustu leiktíð og það var ástæðan fyrir því að við fórum niður. Þetta snerist ekki um getu. Kannski spiluðu ekki allir leikmenn sinn besta leik en þetta snerist allt um viðhorfið.“

,,Þetta var til skammar. Þetta var auðveldlega versti búningsklefi sem ég hef verið hluti af. Að við séum að endurnýja í dag er gott fyrir félagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum