fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

„Ég hélt að pitsan hefði laðað það að“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 09:00

Villisvín. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta föstudag fór Rossana Padoan Falcone, 57 ára ítölsk kona, á ströndinni í Sturla í Genúa á Ítalíu til að slaka á eftir vinnu. Þar lenti hún í heldur óvenjulegri og óþægilegri lífsreynslu.

„Ég sat á handklæðinu mínu á ströndinni. Ég naut andvarans þegar villisvín kom nálægt mér: Ég var alveg kyrr, manni er ráðlagt að vera það, en síðan kom það að mér og beit mig í handlegginn,“ sagði hún samtali við La Repubblica að sögn The Guardian.

Hún var nýbúin að borða pítsu þegar „ansi stórt“ villisvín nálgaðist hana. „Ég hélt að pítsan hefði laðað það að og að það myndi reyna að opna pitsukassann en það voru pitsuafgangar í honum. Þess í stað beit það mig,“ sagði hún.

Hún sagðist hafa öskrað og þá hafi annar strandgestur komið henni til aðstoðar en aðrir hafi flúið í örvæntingu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk stífkrampasprautu, sýklalyf og lyf við hundaæði. Einnig var gert að sári á handlegg hennar en það blæddi úr því.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem villisvín birtist á ströndinni í Genúa. Í júní reyndu þrjú villisvín að stela veitingum sem höfðu verið settar á borð á ströndinni. En atvikið á föstudaginn er það fyrsta þar sem villisvín hefur bitið manneskju.

Nokkrar umræður hafa verið á Ítalíu að undanförnu vegna fjölgunar villisvína en fólki stendur stuggur af þeim og þau eru ekki hrædd við að leita inn í borgir og bæi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn