fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Hjördís hefur fengið mikil viðbrögð: Góðhjörtuð kona bauð henni hjólastól – þakklát fyrir stuðninginn

Hjördís er bundin hjólastól eftir fæðingu dóttur sinnar – Fær ekki hjólastól frá ríkinu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svo ánægð, alveg í skýjunum,“ segir Hjördís Heiða Ásmundsdóttir, sem bundin er hjólastól eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2004. Viðtal DV við Hjördísi í gær vakti mikla athygli en í tæp tólf ár hefur hún verið sárþjáð af verkjum sem hún rekur til mænurótardeyfingu sem hún fékk þegar hún fæddi dóttur sína, Elísabeth Ösp, árið 2004.

Skessuhorn fjallaði fyrst um stöðu Hjördísar.

Sjá einnig: Hjördís er bundin hjólastól eftir fæðingu dóttur sinnar: Allt breytt út af einni sprautu – Íslenska ríkið hafnar beiðnum um hjólastól

75 prósent öryrki

Hjördís er 75 prósent öryrki og hafa verkirnir ágerst eftir því sem árin hafa liðið. Undanfarin ár hefur hún þurft á hjólastól að halda en þrátt fyrir það talað fyrir daufum eyrum yfirvalda. Hún fór í mat hjá hjá Hjálpartækjamiðstöð Íslands árið 2014 en beiðni hennar um hjólastól var synjað á þeim forsendum að það vantaði vottorð.

Hefur notast við gamlan stól

Hjördís sagði í viðtalinu að eftir að hafa skilað umræddu vottorði hafi hún verið skikkuð í myndatöku. Eftir að hafa farið í myndatökuna vantaði vottorð frá sjúkraþjálfara og heimilislækni. Þá var hún skikkuð til að fara í mat hjá sérstökum taugasérfræðingi. Hún beið eftir tíma í sjö mánuði og á meðan á biðinni stóð hafði hún engan rétt og gat ekki fengið stól lánaðan meðan verið var að vinna beiðnina.
Svona hefur þetta gengið, að sögn Hjördísar, í tvö ár. Henni stendur til boða að leigja hjólastól frá Hjálpartækjamiðstöðinni en það kostar yfir þúsund krónur á dag. Verandi á örorkubótum og á leigumarkaði er það eitthvað sem Hjördís hefur ekki efni á.

Af þessum sökum hefur Hjördís notast við gamlan hjólastól í barnastærð sem hún fékk að gjöf frá góðhjörtuðum nágranna sínum. Þann stól fékk hún eftir að hafa þjáðst á hækjum í níu ár. Þó að hjólastóllinn hafi komið að góðum notum er hann vanbúinn og til dæmis ekki búinn bremsum, öryggisdekkjum, hliðarhlífum sem þýðir að dekkin nánast nuddast við lærin á henni. Þá er engin seta í stólnum og bakpúðinn ónýtur og veitir hann þar af leiðandi engan stuðning. Í tæp tvö ár hefur Hjördís barist fyrir því að fá hjólastól en, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, komið að lokuðum dyrum.

Þakklát

Eftir umfjöllun DV í gær hafði góðhjörtuð kona samband við Hjördísi og bauð henni nánast ónotaðan hjólastól sem hún getur notað þangað til hún fær nýjan stól. Hjördís var í skýjunum þegar DV heyrði í henni í dag og þakklát fyrir boðið – sem hún ætlar að þiggja. Hjördís segir í samtali við DV að hún hafi fengið mikil viðbrögð við umfjölluninni og fjöldi fólks haft samband við hana. Kveðst hún vera ákaflega þakklát fyrir stuðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Í gær

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu