fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Ugla Stefanía kemur Hinsegin fræðslunni til varnar: Ekki powerpoint sýningar um endaþarmsmök

Auður Ösp
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessar umræður eru lýsandi dæmi um hatrið sem hefur grafið um sig hér á landi og annars staðar í heiminum og sýnir hvað við erum komin stutt í baráttunni,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir transaðgerðarsinni og vísar þar í hatursfull ummæli sem sprottið hafa upp á facebookhópnum Stjórnmálaspjallið í tengslum við hinsegin fræðslu Samtakanna´78 í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Samningar sem marka tímamót
Greint var frá því í lok janúar síðastliðinn að Samtökin ’78 og Reykjavíkurborg hefðu í sameiningu gert með sér nýja fræðslu- og þjónustusamninga. Í fræðslusamningnum er kveðið á um að Samtökin ’78 sinni áframhaldandi hinsegin fræðslu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar en um hinseginfræðsluna var samið árið 2014 og því er um framhald á sömu fræðslu að ræða. Að þessu sinni er einnig samið um sérstaka hinseginfræðslu til starfsfólks leikskóla höfuðborgarinnar. Aukinheldur er samið um að Samtökin sinni jafningjafræðslu til nemenda grunnskóla borgarinnar líkt og áður.
Í tilkynningu frá Samtökunum´78 kemur fram að þessir samningar marki tímamót því með þessum samningi leggur Reykjavíkurborg meira til reksturs Samtakanna ’78 heldur en nokkur annar og er því stærsti þjónustukaupi Samtakanna ’78 og fer fram úr ríkissjóði Íslands.

Mynd: Silke Schurack

Ummælin snúast um heilaþvott og hommaáróður
Í grein sem birtist á vef Gay Iceland segir Ugla Stefanía að í kjölfar þessara fregna hafi aftur sprottið upp ógeðfelld umræða inni á Stjórnmálaspjallinu. Inni á hópnum hafi einstaklingar látið falla viðurstyggileg ummæli sem feli í sér fordóma, vanþekkingu og í mörgum tilfellum hreint hatur.
Þá birtir hún dæmi um nokkur um þeim ummælum sem einstaklingar hafi skrifað inni á hópnum. Þar á meðal er:
„Svona tittlingafræðsla á hvergi heima hjá ungdómnum!“
„Sakleysið er tekið frá þeim of snemma af þessu hommahyski sem sýna sig á almannafæri sleikjandi hvor annan.“
„Og svo á að kenna leikskólabörnum að gera það í görnina.“
Þá segir Ugla að fólk hafi augljóslega misskilið innihald og markmið fyrirlestranna sem Samtökin´78 standa fyrir.
„Sumir einstaklingar virðast sannfærðir um fyrirlestrarnir snúist eingöngu um kynlíf og að samtökin séu með powerpoint sýningu um endaþarmsmök eða jafnvel sýnikennslu. Aðrir eru sannfærðir um að fyrirlestrarnir gangi út á heilaþvott og að verið sé að spilla börnunum með „hommaáróðri.“


Mynd: DV-Mynd

Ugla segir fyrirlestra Samtakanna´78 aldrei hafa snúist um kynfræðslu heldur fjölbreytileika kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Bendir Ugla á að vegar sé kynfræðslu í skólum mjög ábótavant og nánast eingöngu miðuð út frá gagnkynhneigð. Þannig fá hinsegin ungmenni enga fræðslu um öruggt kynlíf.
Í kjölfar þess að Samtökin´78 byrjuðu með fyrirlestra í grunnskólum hafa nokkrir spurt hvort kristileg samtök eigi þá ekki líka að fá að heimsækja grunnskólabörn og bera út fagnaðaerindið. Ugla segir mikinn mun vera á þessu tvennu.
„Þetta snýst annars vegar um að koma í veg fyrir einelti og mismunun og hins vegar um að innræta trú. Það er grundvallarmismunur á miðlun efnis sem berst gegn skaðlegum viðhorfum og staðalímyndum og skipulagðri trú. Það fyrra er hluti af mannlegu eðli og fjölbreytileika á meðan hitt snýst um trúariðkun og að tilbiðja guð. Það ástundar það enginn að vera hinsegin en fólk ástundar trú. Þar liggur munurinn,“
segir Ugla og bætir við á öðrum stað að þó svo að Ísland sé oft kallað paradís fyrir hinsegin fólk þá sé ennþá langt í land þegar kemur að vörslu réttinda hinsegin fólks.

Source: dv

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“