fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Poppvélin sendir frá sér lag Hafnarfjarðar

Fókus
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 13:28

Poppvélina skipa þau Örlygur Smári, Sólveig Ásgeirsdóttir og Valgeir Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppvélin sendir í dag frá sér lagið Bærinn minn sem er lag Hjarta Hafnarfjarðar í ár.

Sveitin fékk til liðs við sig Hafnfirðinginn Heiðar Örn Kristjánsson (oftast kendnan við Botnleðju) við flutning lagsins. Syngur hann því dúett á móti Sólveigu Ásgeirsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar. En aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Örlygur Smári og Valgeir Magnússon.

„Þegar þessi hugmynd kom upp að við yrðum með lag hátíðarinnar í ár, vissi ég strax að þetta lag væri lagið. Það grúvar flott við þá nostalgíuhugmynd sem þarf að vera í slíku lagi enda gekk það svo glimrandi upp þegar Vall bjó til þennan nostalgíutexta við lagið. Það er mjög gaman og mikill heiður að fólk vilji nota lagið okkar sem einkennislag hátíðarinnar í ár,“ segir Örlygur Smári um lagið og það að Hjarta Hafnarfjarðar skyldi hafa valið lagið sem lag hátíðarinnar.

„Ég reyndi að rifja upp hvernig manns næsta umhverfi tekur utan um mann þegar maður er að alast upp þegar ég var að semja þennan texta. Það sem helst er að gerast þegar maður er barn og unglingur og upplifir sitt nánasta umhverfi sem öryggi og vinasamfélag og svo kemur ástin að sjálfsögðu við sögu. Ég reyndi að gera það að verkum að textinn gæti átt við hvaða bæjarfélag sem er svo hver og einn getur tengt við það fyrir sjálfan sig, hvar sem viðkomandi ólst upp. Í mínu tilfelli fór ég í huganum í Fossvog í Reykjavík þar sem ég ólst upp. En svo sá ég að þetta virkaði þegar Heiðar gat tengt við sína æstku í Hafnarfirði. Hljómsveitin klráraði svo textann í sameiningu,” segir Valgeir um texta lagsins.

Lagið kemur út í dag, þriðjudaginn 5. júlí og má hlusta á það hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“