fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Rúnar Alex segir frá því hver er besti vinur hans í Arsenal – Talar vel um stórstjörnuna

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal, var gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl.

Hann var spurður út í það hver væri skemmtilegastur í Arsenal. „Ég og Hector Bellerin náum mjög vel saman, ég hef mjög gaman að honum,“ sagði Rúnar.

„Ég held að við séum báðir þannig að við höfum áhuga á fullt af hlutum utan fótbolta. Lífið okkar er ekki endilega bara fótbolti frá A til Ö. Við áttum helling af sameiginlegum áhugamálum. Hann hjálpaði mér mikið þegar ég kom þangað fyrst.“

Rúnar talaði einnig vel um Pierre Emerick Aubameyang, sem nú leikur með Barcelona, er hann var spurður út í stjörnuna.„Hann er toppmaður. Við sátum hlið við hlið í klefanum og spjölluðum mikið á frönsku. Ég hafði mjög gaman að honum.“

Rúnar Alex lék á láni hjá Leuven í Belgíu á síðustu leiktíð. Nú snýr hann aftur til æfinga hjá Arsenal en framtíð hans er í óvissu.

„Það er ekki komið á hreint hvað gerist í sumar, hann er bara að fara til æfinga hjá Arsenal núna,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Rúnars, í samtali við 433.is í gær.

Arsenal hefur gengið frá kaupum á Matt Turner en fyrir eru félagið með Aaron Ramsdale og Bernd Leno í sínum röðum. Búist er við að Leno fari í sumar og meiri líkur en minni eru á því að Rúnar fari frá Arsenal.

Rúnar er 27 ára gamall en hann hefur spilað fyrir Nordsjælland, Dijon, Arsenal og nú síðast Leuven á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?