fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Liverpool horfir enn til hans – Skipað að taka ákvörðun ekki síðar en á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 12:00

Ousmane Dembélé í leik með Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er enn eitt af þeim félögum sem hefur áhuga á því að krækja í Ousmane Dembele, leikmann Barcelona. Sport segir frá.

Það var sagt frá því í gær að Dembele hefði 48 klukkustundir til að taka ákvörðun með framtíð sína hjá Barcelona. Samningur hans við félagið rennur út á miðnætti á fimmtudag en vilja Börsungar hafa málin á hreinu sólarhring fyrir þann tíma.

Frakkinn hafði verið orðaður frá Barcelona nær allt síðasta tímabil en undir lok þess var útlit fyrir að hann myndi skrifa undir nýjan samning.

Nú er hins vegar sagt frá því að framtíð hans sé alls ekki ákveðin og að hann hafi tilboð fjölda félaga á borðinu. Auk Barcelona vilja Liverpool, Chelsea, Bayern Munchen og Paris Saint-Germain öll semja við Dembele.

Hinn 25 ára gamli Dembele lék 21 leik í La Liga á síðustu leiktíð. Hann skoraði aðeins eitt mark en lagði upp þrettán.

Dembele gekk í raðir Börsunga árið 2017 frá Dortmund. Hann kostaði félagið 140 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa