fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Liverpool horfir enn til hans – Skipað að taka ákvörðun ekki síðar en á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 12:00

Ousmane Dembélé í leik með Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er enn eitt af þeim félögum sem hefur áhuga á því að krækja í Ousmane Dembele, leikmann Barcelona. Sport segir frá.

Það var sagt frá því í gær að Dembele hefði 48 klukkustundir til að taka ákvörðun með framtíð sína hjá Barcelona. Samningur hans við félagið rennur út á miðnætti á fimmtudag en vilja Börsungar hafa málin á hreinu sólarhring fyrir þann tíma.

Frakkinn hafði verið orðaður frá Barcelona nær allt síðasta tímabil en undir lok þess var útlit fyrir að hann myndi skrifa undir nýjan samning.

Nú er hins vegar sagt frá því að framtíð hans sé alls ekki ákveðin og að hann hafi tilboð fjölda félaga á borðinu. Auk Barcelona vilja Liverpool, Chelsea, Bayern Munchen og Paris Saint-Germain öll semja við Dembele.

Hinn 25 ára gamli Dembele lék 21 leik í La Liga á síðustu leiktíð. Hann skoraði aðeins eitt mark en lagði upp þrettán.

Dembele gekk í raðir Börsunga árið 2017 frá Dortmund. Hann kostaði félagið 140 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög