fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Umboðsmaður Raphinha er fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. júní 2022 22:00

Raphinha (Mynd / Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rætt um sóknarmanninn Raphinha sem spilar með Leeds en hann er orðaður við mörg félög í Evrópu.

Talið er að Raphinha muni yfirgefa lið Leeds í sumar og er líklegast að hann skrifi undir hjá Arsenal sem hefur mikinn áhuga.

Það eru ekki allir sem vita hver umboðsmaður Raphinha er en það er fyrrum miðjumaðurinn Deco.

Deco var á sínum tíma á mála hjá bæði Chelsea og Barcelona en Raphinha hefur verið orðaður við bæði þessi félög.

Deco vann Meistaradeildina tvisvar á sínum ferli og var í öðru sæti yfir besta leikmann heims árið 2004.

Það er spurning hvort tenging Deco við Chelsea muni hjálpa félaginu að fá Raphinha sem er þó talinn vera að horfa til Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina