fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Chelsea í kapphlaupið um Richarlison en þarf að slást við annað Lundúnafélag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2022 12:30

Richarlison fær sér í glas eftir að Everton bjargaði sér frá falli. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur áhuga á að fá Richarlison, sóknarmann Everton, til liðs við sig. Sky Sports segir frá þessu.

Hinn 25 ára gamli Richarlison skoraði tíu mörk í 30 leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Liðið átti afleitt tímabil og bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í næstsíðustu umferð.

Richarlison hefur verið orðaður frá Everton eftir að tímabilinu lauk og við stærri félög.

Tottenham er talið hafa áhuga á Brasilíumanninum og nú bætist Chelsea í kapphlaupið.

Richarlison hefur verið á mála hjá Everton frá því 2018. Þar áður lék hann með Watford.

Þá á hann að baki 36 landsleiki fyrir hönd Brasilíu. Hann hefur skorað í þeim fjórtán mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina