fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 27. júní 2022 11:50

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var greint frá því að stórsöngkonan Svala Björgvinsdóttir væri komin á fast. Sá heppni er Alexander Alexandersson en lítið er vitað um kauða.

Hér er allt sem við vitum að svo stöddu.

Býr í 300 fermetrahöll með pabba

Alexander heitir fullu nafni Alexander Egholm Alexandersson. Hann er fæddur 4. maí 1998 og er úr Garðabænum. Samkvæmt þjóðskrá býr hann í 300 fermetra höll í Garðabæ sem er metin á rúmlega 181 milljónir á vef Procura.

Hann býr þar ásamt föður sínum, sem er framkvæmdarstjóri. Það er skemmtilegt að segja frá því að Alexander heitir í höfuð á föður sínum, sem er einnig Alexandersson. Þeir eru samt með ólík millinöfn.

Mynd/Instagram

Áhrifavaldur á byrjunarstigi

Alexander kallar sig Lexi Blaze á Instagram og er með rúmlega 1300 fylgjendur. Það má þó búast við því að sú tala muni hækka því oftar sem hann birtist á Instagram-síðu Svölu.

Bling bling

Alexander er maður sem er ekki hræddur við glingur. Hann birtir reglulega myndir af sér með alls konar skartgripi, eins og hálsmen, armbönd og eyrnalokka.

Eins og sjá má á þessari mynd er Alexander hrifinn af glingri. Skjáskot/Instagram

Æfði fótbolta

Alexander æfði lengi fótbolta, hann ólst upp í Stjörnunni og spilaði þar í yngri flokkum. Hann lék svo með Fenrir og Álftanesi í neðri deildum en hætti í fótbolta árið 2019.

Ekki mjög virkur á Twitter

Alexander er ekki mjög virkur á Twitter en þegar hann birtir eitthvað er það nær oftast fótboltatengt, eins og þegar hann deilir frábærum fréttum af bróður sínum.

Freyr Alexandersson. Mynd/Getty

Frægur bróðir

Bróðir Alexanders er enginn annar en Freyr Alexandersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Freyr starfar nú sem þjálfari danska liðsins Lyngby.

Hlustar á Rapp

Alexander er hrifinn af rapptónlist og velur hana gjarnan undir myndböndin sem hann birtir á Instagram.

Fyrsta myndbandið af þeim á Instagram. Skjáskot

Sambandið opinberað

Hann birti fyrsta myndbandið saman af þeim á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu eru þau á rúntinum, Svala að keyra og hann að dilla sér við tónlistina.

Skjáskot: Instagram/@lexiiblaze

Fyrsta paramyndin var síðan opinberuð um helgina, þremur vikum eftir að þau byrjuðu að deita og á sama tíma og greint var frá sambandi þeirra í fjölmiðlum.

Aldursmunur

Það er 21 árs aldursmunur á parinu. Hann er 24 ára (fæddur 1998) og Svala 45 ára (fædd 1977). Fregnir af sambandi þeirra olli talsverðu fjaðrafoki um helgina en það virtist ekki hafa nein áhrif á Svölu sem svaraði fyrir sig á Instagram í morgun.

Skjáskot/Instagram

Meira vitum við ekki um Alexander í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Í gær

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi