fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Mikael segir að Finnur Tómas hafi ekki nennt að mæta með landsliðinu – ,,Gjörsamlega áhugalaus“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. júní 2022 20:00

Finnur Tómas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur og sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin, var harðorður í garð leikmanns KR á föstudag er farið var yfir leik liðsins við Breiðablik sem tapaðist illa, 4-0.

Finnur Tómas Pálmason var sá leikmaður sem Mikael ræddi sérstaklega en hann gekk aftur í raðir KR árið 2021 eftir dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð þar sem lítið gekk upp.

Finnur hefur ekki átt sitt besta sumar með KR-ingum sem og aðrir leikmenn en var frábær árið 2019 og því keyptur til Svíþjóðar.

Mikael segir að Finnur hafi verið slakasti leikmaður deildarinnar hingað til og segir hann áhugalausan á velli og að metnaðurinn væri einfaldlega horfinn.

,,Finnur Tómas, því núna er bara töluð íslenska í Þungavigtinni eins og öllum öðrum þáttum sem ég hef verið í, ég hætti bara í þessu þegar það er ekki hægt að tala hana. Hann er búinn að vera slakasti leikmaður deildarinnar að mínu mati,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.

,,Hann virðist vera gjörsamlega áhugalaus því þú talar um fyrsta markið. Einhvers staðar las ég þá frétt að hann ætlaði bara að hætta í fótbolta eftir að hann var búnað vera í misheppnaðri dvöl í Svíþjóð. Þeir keyptu hann á einhverjar 30 milljónir, var það ekki Norrköping? Hann ætlaði að hætta í fótbolta og var ekki að nenna þessu og samkvæmt mínum heimildum gaf hann ekki kost á sér í 21 árs landsliðið um daginn þar sem hann var valinn og er búnað vera byrjunarmaður því hann nennti ekki að mæta í leikina. Hann var ekkert meiddur.“

,,Málið er það að þegar hann fékk þetta spjald í byrjun, mér sýndist Blikinn vera rangstæður í byrjun en ef hann var það ekki, ég sé þetta bara einu sinni og maður sá það ekki nógu vel, þá er þetta bara beint rautt. Hann vildi ekki eyðileggja leikinn. Þá hefði ég, þeir eru með einhvern Svía sem þeir keyptu fyrir tímabilið og spilar ekki neitt, ég hefði tekið Finn Tómas útaf. Þetta mark sem hann gefur, þetta er ekki ein slæm sending, þetta er bara eitthvað sem þú sérð mögulega á sjötta flokks mótinu í Eyjum núna en þjálfarinn brjálaður samt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum