fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Tvö íslensk mörk í norska bikarnum – Alfons lagði upp

433
Miðvikudaginn 22. júní 2022 21:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar komust á blað í Noregi í kvöld en fjölmargir leikir voru spilaðir í bikarnum þar í landi.

Hólmbert Aron Friðjónsson fær fá tækifæri með Lilleström í norsku deildinni en fékk að byrja gegn Junkeren í kvöld.

Junkeren komst yfir í þessum leik nokkuð óvænt en Lilleström sneri taflinu við og vann 2-1 sigur þar sem Hólmbert skoraði fyrra mark liðsins. Þetta var fjórða mark Hólmberts í keppninni.

Brynjólfur Andersen Willumsson komst einnig á blað fyrir sitt lið er Kristiansund vann Strindheim 3-1.

Brynjólfur spilaði allan fyrri hálfleik liðsins og skoraði annað markið. Hann fór af velli snemma í þeim síðari.

Alfons Sampsted lagði upp fimmta mark Bodo/Glimt sem fór sannfærandi áfram gegn Harstad en liðið vann 5-0 útisigur.

Fleiri Íslendingar fengu mínútur en Bjarni Mark Antonsson lék með Start sem vann Arendal 3-2, Samúel Kári Friðjónsson spilaði með Viking sem lagði Vart Haugesund 2-1 og Ari Leifsson lék þá með Stromsgodset sem tapaði gegn smáliði Gjovik-Lyn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Í gær

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Í gær

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina