fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Loforð svikin og hann neyddur aftur til Englands – ,,Gerði allt sem ég gat“

433
Fimmtudaginn 16. júní 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucas Torreira er hundfúll með að þurfa fara aftur til Arsenal eftir heppnaða lánsdvöl hjá Fiorentina á Ítalíu.

Það er orðið ljóst að Torreira mun ekki spila með Fiorentina á næstu leiktíð en hann var þar í láni frá Arsenal allt síðasta tímabil.

Leikmaðurinn var sjálfur að leitast eftir því að vera áfram á Ítalíu en gefur í skyn að vinnubrögð allra hafi ekki verið upp á tíu þegar kom að hans framtíð.

Úrúgvæinn skrifaði færslu á samskiptamiðla í gær þar sem hann er augljóslega mjög vonsvikinn með aðstæður og það að þurfa að snúa aftur til Englands.

Torreira skoraði fimm mörk í 35 leikjum fyrir Fiorentina á síðustu leiktíð. Hann á að baki 63 deildarleiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins árið 2018.

,,Þið verðið að vita að ég gerði allt sem ég gat til að fá að vera hluti af þessu félagi í framhaldinu,“ skrifaði Torreira til stuðningsmanna Fiorentina.

,,Því miður þá eru sumir sem vinna sína vinnu í slæmri trú að mínu mati og þess vegna þarf ég að fara.“

Arsenal var reiðubúið að losa leikmanninn en ákvörðunin lá hjá Fiorentina að lokum þar sem hlutirnir virðast hafa breyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög