fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ekki rétt að því hafi verið lekið hvar Haaland byrjar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 08:50

Mynd: Man City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin segir það ekki satt að fyrsta mótherja Englandsmeistara Manchester City á næstu leiktíð hafi verið lekið.

Opinber aðgangur úrvalsdeildarinnar skrifaði nafn Bournemouth og setti mynd af stundarglasi undir færslu Man City þar sem félagið tilkynnti komu Erling Braut Haaland frá Dortmund fyrir 51 milljón punda. Færslu deildarinnar var síðar eytt.

Flestir gerðu því ráð fyrir að þarna hafi deildin einfaldlega verið að tilkynna það að Haaland myndi mæta Bournemouth í fyrsta leik.

Það var þó ekki svo. Útskýringin á þessu máli er að sá sem sér um samfélagsmiðla ensku úrvalsdeildarinnar ætlaði að svara Bournemouth undir annari færslu, með mynd af stundarglasi. Það var færsla þar sem Bournemouth skrifaði: „Góðan dag, leikjadagskrá kemur út í þessari viku.“

Bournemouth er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið lék síðast í henni tímabilið 2019-2020.

Leikjadagskrá ensku úrvalsdeildarinnar kemur út í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota